Göngugötur Reykjavíkurborgar, skýrsla Maskínu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 54
13. nóvember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram skýrsla Maskínu dags. í september 2019 vegna könnunar sem gerð var um göngugötur Reykjavíkurborgar. Kynnt 
Svar

Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar: Fulltrúi Miðflokksins er löngu hættur að furða sig á framgöngu meirihluta borgarstjórnar í þessum málaflokki. Spurningum í könnunum þeim sem hér eru kynntar eru ekki til þess fallnar að fá fram hug borgarbúa til þess er málið raunverulega varðar sem er: Varanleg lokun Laugavegs allt frá Hlemmi til enda og Skólavörðustígs allt frá Bergstaðastræti til enda, fyrir bílum, allt árið um kring í öllum veðrum og vindum. Á fyrri árum hefur spurningin verið: Ertu jákvæður eða neikvæður gagnvart göngugötum í miðborginni yfir sumartímann?Í ár er spurningin: ,,Ertu jákvæður eða neikvæður gagnvart göngugötum í miðborginni?“ Hvers vegna? Jú, meirihlutinn ákvað spurninguna.

Gestir
Fulltrúi Maskínu Birgir Rafn Baldursson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.