Týsgata við Lokastíg, stæði fyrir vöruafgreiðslu
Týsgata 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 52
30. október, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf dags. 24. október 2019 þar sem lagt er til að stæði í Týsgötu vestan Lokastígs verði skilgreint sem stæði til vöruafgreiðslu og þar verði ekki heimil lagning ökutækja. Bannið sé táknað með umferðarskilti B24.11 og undirmerki um að vöruafgreiðsla sé heimil ásamt gildislengd 15 metrar. Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.