Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokksins, fyrirspurn vegna biðskýla
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 51
23. október, 2019
Annað
Fyrirspurn
Ég óska eftir skýringu á því hvers vegna farþegar Strætó sem nota Klambratúnsbiðstöðvarnar, báðum megin Miklubrautar, íbúar Hlíðahverfis sunnan þessarar umferðaræðar, þurfi að standa úti í regni og roki, kulda og trekki, meðan á mörgum öðrum biðstöðvum er einhverskonar skjól? Hver eru áform nýs rekstraraðila varðandi þessar biðstöðvar sem og aðrar sem ekki hafa skýli og hvenær verða þessar biðstöðvar komnar í ásættanlegt horf? Vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs.