Loftslagsskógar, tillaga
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. None
17. október, 2018
Samþykkt
Fyrirspurn
Umhverfis- og heilbrigðisráð felur umhverfis- og skipulagssviði að gera áætlun og greina svæði til skógræktar og trjáræktar með hliðsjón af tillögum stýrihóps um skógræktarmál sem samþykktar voru á fundi hópsins 13. febrúar 2018 og tillögu borgarstjóra um loftslagsskóga sem samþykkt var á fundi borgarráðs 14. maí 2019. Forgangsraðað verði svæðum og þau valin sem tilbúin gætu verið til framkvæmda 2020. Samhliða vali á svæðum til skógræktar þarf að gera gróðurfarsúttektir sem eru grundvöllur fyrir skipulagi skógræktarplöntunar og einnig þarf gæta þess að aðgerðirnar skili sér í kolefnisbókhald borgarinnar. Leita skal hagkvæmustu og skilvirkustu leiða og hafa samstarf við Skógræktarfélag Reykjavíkur um uppgræðslu í borgarlandinu.
Svar

Samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, fulltrúa Samfylkingarinnar, fulltrúa Pírata og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúi Miðflokksins greiðir atkvæði gegn tillögunni.