Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, lækkun hámarkshraða á Reykjavegi og Sundlaugarvegi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 49
25. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð er fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um lækkun hámarkshraða á Reykjavegi og Sundlaugarvegi. Lagt er til að hámarkshraði á þeim hluta Reykjavegar og Sundlaugarvegar sem er með hámarkshraða 50 km/klst. verði lækkaður og umhverfis- og skipulagssviði falið að útfæra bestu lausnir til að tryggja hraðalækkun og öruggar gönguþveranir. Samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ásamt áheyrarfulltrúum Sósíalistaflokks Íslands og Flokks Fólksins í samgöngu- og skipulagsráði fagna því að hlustað sé á vilja íbúa um bætt umferðaröryggi barna í Laugarnesinu.