Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði, Rafhleðslustöðvar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 49
25. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að uppsetningu hleðslustöðva verði hraðað. Fyrirspurn vísað frá. Fulltrúi Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar bóka: Búið er að samþykkja reglur um styrki vegna hleðslubúnaðar fyrir rafbíla við fjöleignarhús og er fyrirhugað er að borgin og Orkuveitan veiti 40 milljónir árlega til þeirrar uppbyggingar næstu þrjú árin. Þar sem sambærilegt verkefni er þegar í vinnslu er tillögunni vísað frá.