Svar við tillögu borgarfulltrúa Flokks fólksins, gjaldfrjálst verði að leggja í bílastæðahús á næturnar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 50
2. október, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð er fram tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins sem vísað var til skipulags- og samgönguráði frá borgarráði dags. 5. september 2019 þar sem Flokkur fólksins leggur til að gjaldfrjálst verði að leggja í bílastæðahús á næturnar - R19090068  Bílastæðaskortur er vaxandi vandamál í miðborg Reykjavíkur. Íbúar borgarinnar finna fyrir þeim skorti en lítið bólar á úrræðum til úrlausnar á vandanum. Á sama tíma rekur Reykjavíkurborg 6 bílastæðahús með yfir þúsund bílastæðum. Bílastæðahúsin eru alls ekki nógu vel nýtt yfir daginn og notkun þeirra er enn minni á nótinni. Gjaldskylda í bílastæði fellur niður á kvöldin en gjaldskylda er allan sólarhringinn í bílastæðahúsum. Til að stemma stigu við bílastæðavanda miðborgarinnar er því lagt til að það verði gjaldfrjálst að leggja í bílastæðahús á nóttinni, nánar tiltekið milli kl. 22:00 og kl. 8:00. Þannig er hægt að koma til móts við bílastæðavanda miðborgarinnar og auka notkun bílastæðahúsa. Þá er það einnig íbúum til góðs að leggja bílum sínum þar sem þeir njóta skjóls frá veðri og vindum. Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.
110 Reykjavík
Landnúmer: 110545 → skrá.is
Hnitnúmer: 10021169