Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um lækkun hámarkshraða á Laugarásvegi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 47
11. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
Vísað er til skipulags- og samgönguráðs frá Borgarráði dags. 5. september 2019 þar sem borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að hámarkshraði á Laugarásvegi verði lækkaður úr 50 km/klst. í 30 km/klst. Nauðsynlegt er að lækka hámarkshraða á Laugarásvegi úr 50 km/klst. í 30 km/klst. í samræmi við aðrar götur í hverfinu þar sem íbúðarhúsnæði er þétt. Ökumenn aka jafnan vel yfir 50 km/klst. á Laugarásvegi sem skapar mikla hættu en mikið af börnum búa í götunni og leika sér fyrir framan húsin. Gatan er löng og þ.a.l. eiga ökumenn það til að auka hraðann verulega. Íbúar við Laugarásveg eru uggandi um börn sín og telja að það auki öryggi þeirra til muna verði hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst. Samþykkt. Vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar til endanlegrar útfærslu. Athygli er vakin á því að endanlegt samþykki er háð samþykki Lögreglustjóra.