Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði, heimilt verði að leggja frítt í bílastæðahúsum borgarinnar í 120 mínútur á dag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 46
4. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð er fram tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði Reykjavíkur um að heimilt verði að leggja frítt í bílastæðahúsum borgarinnar í 120 mínútur á dag.: 
Svar

Lagt er til að heimilt verði að leggja frítt í bílastæðahúsin í borginni í 120 mínútur á dag. Tillaga Flokks fólksins sem hér er lögð fram er að heimila að leggja frítt í bílastæðahúsin í 120 mínútur á dag. Lagt er til að viðbótarkostnaður sem af þessu hlýst verði tekinn af kostnaðarliðnum ófyrirséð 09205. Áður hefur Flokkur fólksins lagt til að heimila að leggja frítt í 90 mínútur í bílastæði Miðbæjarins og einnig að komið verði á bifreiðastæðaklukku í borginni sem reynst hefur frábærlega vel þar sem slíkt fyrirkomulag er. Enn hafa ekki borist viðbrögð borgarmeirihlutans við þessum tillögum. Bílastæði Miðborgarinnar eru ekki fullnýtt og kemur þar margt til. Að heimila frítt stæði í 2 tíma á dag er hvatning fyrir íslendinga að skjótast í Miðbæinn. Auka mætti sýnileika þessara bílastæðahúsa, t.d. með því að auglýsa þau betur með myndrænum hætti. Annað mál er síðan hvernig ástatt er um bílastæðahúsin en mörg þeirra eru því miður afar óaðlaðandi og aðkoma þröng og hafa þar að leiðandi fælingaráhrif. Mjög margt eldra fólk forðast þau. Eins og vitað er hefur miðbærinn svo gott sem tæmst af íslendingum og er nú fátt að finna þar nema ferðamenn og þá sem búa á svæðinu auk gesta sem sækja skemmtanalífið.