Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokki fólksins, vegna vegalagningar yfir Hólmsheiði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 43
14. ágúst, 2019
Annað
Fyrirspurn
Flokkur fólksins vill spyrja um framkvæmdir við vegalagningu yfir Hólmsheiði frá gilinu við Reynisvatn að Geithálsi.  Af einhverjum ástæðum hefur ekki verið hægt að ljúka vegalagningu þarna yfir og hefur leiðin verið næstum ófær í mörg ár, algjört þvottabretti. Nú er búið að malbika smá búta í einu frá gilinu og áleiðis upp á heiðina.  Af hverju er ekki hægt að ljúka verkinu? Hvenær verður næsti bútur lagfærður ef ekki á að ganga í verkið og ljúka því? Bútavinna sem þessi hlýtur að vera óhemju dýr og óhagkvæm fyrir bíleigendur sem forðast að fara yfir heiðina vegna ástandsins á veginum. Ef verkið yrði klárað gæti Hólmsheiði dreift umferð og jafnað álag á aðrar stofnleiðir. Verklok verða óhemju gagnleg fyrir fjölmarga og ekki síst þá sem búa í Grafarvogi, Grafarholti og Mosfellsbæ, sem leið eiga austur fyrir fjall. Horfa þarf á þessa hluti í samhengi. Það kostar ekki mikið að klára verkið þegar haft er í huga manngerðar umferðatafir hér og þar með öllum þeim óþægindum og óöryggi sem þær skapa. Vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs.