Ályktunartillaga frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, vegna áfengisverslunar (USK2019060033)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 67
1. apríl, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð er fram ályktunartillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins dags. 12. júní 2019 sem vísað var til skipulags- og samgönguráðs af Borgarstjórnarfundi dags. 4. júní 2019 til umsagnar vegna áfengisverslunar. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. nóvember 2019.
Bókanir og gagnbókanir
  • Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
    Borgarfulltrúarnir fagna jákvæðri umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um ályktunartillögu Sjálfstæðisflokks vegna áfengisverslunar. Aukið frelsi í smásöluverslun með áfengi myndi styðja við hverfisverslun og efla nærþjónustu í hverfum Reykjavíkur. Slík þróun myndi jafnframt styðja við markmið aðalskipulags Reykjavíkur um sjálfbær hverfi en verslun með áfengi í hverfisverslunum myndi gera umhverfi daglegrar verslunar hverfisvæddara, með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti.
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Tekið er undir þá umsögn sviðsins að efni tillögunnar samrýmist áherslum aðalskipulags. Mikilvægt er að allar ákvarðanir sem teknar eru á öllum stjórnsýslustigum styðji við bíllausan lífstíl og þróun byggðar í átt að sjálfbærni. Þar er þétting byggðar og nærþjónusta lykilatriði og því skiptir máli að ríki og sveitarfélög séu samstíga um að íbúar þessa lands hafi verslun og þjónustu í sínu nærumhverfi.