Starfshópur um bílastæðagjald, íbúakort
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 43
14. ágúst, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram tillaga að erindisbréfi samgöngustjóra Reykjavíkurborgar dags. 14. ágúst 2019 vegna skipunar starfshóps til  að vinna að tillögu að endurskoðuðum reglum um bílastæðakort íbúa í Reykjavík.  Samþykkt. 
Bókanir og gagnbókanir
  • Áheyrnarfulltrúi Flokkur fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
    Hvert er hlutverk verktaka hér? Spurning hvernig er þróunin að verða, er þetta orðið þannig að enginn getur haft frían aðgang að bílastæði fyrir utan heimili án þess að borga fyrir það sérstaklega nema um sé að ræða einbýlishús?  Óánægja virðist skapast þegar kaupendur eru fluttir inn og þá veltur maður því fyrir sér hvort kynning verktaka til kaupenda sé fullnægjandi.