Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, framfylgd lokun fyrir almennri bílaumferð Öskjuhlíðinni
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 42
3. júlí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og samgönguráði leggja til að betur verði gengið eftir því að framfylgja lokunum fyrir almennri bílaumferð Öskjuhlíðinni   Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands er Öskjuhlíð fjölsóttasta útivistarsvæði landsins. Hlið eru á þeim vegum sem liggja inn í hana sem takmarka eiga almenna bílaumferð en þau standa yfirleitt opin. Framfylgja þarf betur þessum lokunum, með betra eftirliti eða betri hliðum. Það eru ekki mörg svæði innan borgarinnar þar sem fólk getur stundað útiveru í ósnortinni náttúru án þess að komast í tæri við bílaumferð og því raski sem henni fylgir. Það er kominn tími til að gera Öskjuhlíðinni hátt undir höfði eins og hún á skilið. Samþykkt og vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra.