Fiskislóð, nýjar gönguþveranir merktar með gangbrautarmerkjum, Gönguþveranir við Fiskislóð.
Fiskislóð 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 42
3. júlí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Að ósk Faxaflóahafna er lagt til að tvær gönguþveranir þvert á Fiskislóð sitt hvoru megin við gatnamótin við Grunnslóð séu merktar sem gangbrautir með D02.11 og tilheyrandi yfirborðsmerkingu, M13. Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. júní 2019. Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fagnað er lagfæringum á vegakerfi borgarinnar með öryggi íbúanna að leiðarljósi. Það er ánægjulegt að óskin komi frá Faxaflóahöfnum sem leggja til að tvær gönguþveranir þvert á Fiskislóð sitt hvoru megin við gatnamótin við Flokkur fólksins vill aftur vekja athygli á að fulltrúi hans lagði fram mál er varða umferðarmál á grandasvæðinu 7. nóvember 2018 og segir þar að komið hefur fram í síðustu könnun sem framkvæmd var fyrir Faxaflóahafnir og unnin af Árna Steini Viggóssyni að megn og vaxandi óánægja er með umferðaröryggi á svæðinu hjá þeim sem stunda þar atvinnurekstur, gangandi og hjólandi og akandi vegfarendur og hinum mikla fjölda ferðamanna sem fara um svæðið. Það kemur fram í síðustu könnun að einungis 15 manns eða 11.8% viðmælanda af þeim 127 sem höfðu skoðun á málinu þótti aðstæður vera í lagi. Sýna þessar niðurstöður hversu stór hluti viðmælenda er óánægður með umferðarmálin á umræddu svæði. Mikil slysahætta er á svæðinu vegna umferðar bifreiða sem bruna í gegnum svæðið þar á meðal olíubílar. Höfnin var einu sinni höfn , nú eru aðstæður allt aðrar. Viðmælendur telja hættulegt að keyra um svæðið. Það er verið að bíða eftir stóra slysinu að mati þeirra sem eiga erindi á svæðið.