Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, eftirlitsmyndavélar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 42
3. júlí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í samgöngu- og skipulagsráði leggja til að umhverfis- og skipulagssvið birti ekki efni úr rafrænum eftirlitsmyndavélum sínum á vefsíðu aðgengilega öllum eins og hefur verið.   Umhverfis- og skipulagssvið starfrækir átta eftirlitsmyndavélar í borgarlandinu undir því yfirskyni að fylgjast með færð vega. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins líta ekki svo á að fylgjast þurfi með færð á sumrin og ekki að efnið þurfi að vera aðgengilegt öllum á vefsíðu Vegagerðarinnar. Þegar kemur að rafrænu eftirliti er mikilvægt að stíga varlega til jarðar. Friðhelgi einkalífsins á að vega þyngra en þörf almennings til að fylgjast með umferð og færð á vegum í þéttbýli. Vísað til umsagnar skrifstofu sviðstjóra á Umhverfis- og skipulagssviði.