Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðiflokksins, skoðun á kaupum leiguskápa fyrir reiðhjól
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 39
5. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
Á 38. fundi skipulags- og samgönguráðs lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram eftirfarandi tillögu:
Svar

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði óska eftir því að skoðað verði að kaupa leiguskápa fyrir reiðhjól sem hægt er að staðsetja á fjölförnum stöðum. Líkt og við sundlaugar, í bílastæðahúsum og við Nauthólsvík. Við höfum nú þegar ráðist í miklar framkvæmdir til þess að efla hjólreiðar í borginni. Læstir leiguskápar fyrir reiðhjól er hægt að finna víða í löndum í kringum okkur og myndu verða góð viðbót við þá þjónustu sem við veitum þeim fjölmörgu sem velja það að nýta sér hjólreiðar sem ferðamáta í Reykjavík.