Miðbakkinn 2019, afþreyingarsvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 35
17. apríl, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 15. apríl 2019 þar sem óskað er heimildar til áframhaldandi vinnu við undirbúning á lifandi afþreyingarsvæði í sumar á Miðbakka á grundvelli kynntrar tillögu. Til stendur að gera Miðbakkann að torgi, sem er liður í því að endurheimta almenningssvæði sem hafa farið undir bílastæði, nú þegar bílakjallarinn undir Austurhöfn opnar í vor. Í sumar verða ýmis tímabundin verkefni sett upp á svæðinu með fjölbreyttri notkun sem henta fjölskyldunni allri. Samþykkt.
Svar

Skipulags- og samgönguráð ásamt áheyrnarfulltrúum ráðsins bóka.Meirihluti skipulags- og samgönguráðs fagnar því að Miðbakkinn verði gerður að lifandi afþreyingarsvæði strax í sumar í samræmi við samþykkt borgarstjórnar 5. mars um endurheimt almenningssvæða á Miðbakka.