Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, varðandi deiliskipulag fyrir nýjan Skerjafjörð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 42
3. júlí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulags- og samgönguráðs 10. apríl 2019 var lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins sem spyr hvaða undirbúningsvinna og kannanir vegna fyrirhugaðrar byggðar í Skerjafirði hafi kostað hingað til, þ.e. frá upphafi verksins til dagsins í dag. Jafnframt er beðið um upplýsingar um hvort samráð hafi verið haft við Umhverfisstofnun og önnur heilbrigðisyfirvöld varðandi eiturefni í jarðvegi frá tímum seinni heimsstyrjaldar og síðari framkvæmda ásamt starfsemi Skeljungs um árabil. Hefur verið gerð athugun varðandi mengun bæði af hávaða og útblæstri flugvéla vegna flugumferðar um Norður-suðurbrautina. Jafnframt hvort leitað var upplýsinga frá vísindamönnum sem skoða nú áhrif hlýnunar jarðar á m.a. yfirborð sjávar. hvaða vísindamenn hefur verið leitað upplýsinga hjá og við hvaða stofnanir starfa þeir. Bent er á skýrslu Sigurðar Sigurðarsonar, Lágsvæði - viðmiðunarreglur fyrir landhæð, apríl 2018, Vegagerðin. Að lokun er spurt hvort ekki sé hægt að minka byggingamagnið. Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 30. júní 2019. Svar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 30. júní 2019 lagt fram.
Svar

Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar eftirfarandi. Það er almennt afar hvimleitt að áfallt skuli vera ráðist á fjörurnar til að búa til land. Af hverju mega fjörur ekki fá að vera í friði? Á það skal minnst að það er óumdeilanlegt að sjávaryfirborð á eftir að hækka og varað hefur verið við að byggja á lágum svæðum. Ætlar borgin að hunsa álit sérfræðinga hér og fara gegn viðvörunum?. Af hverju hafa vísindamenn ekki verið spurðir en vitað er að margir eru uggandi. Flokkur fólksins álítur það mikið og alvarlegt ábyrgðarleysi hjá meirihlutanum í Reykjavík að hefja framkvæmdir á Skerjafjarðarsvæðinu án vitundar um hækkunnar sjávarmáls á svæðinu. Þeir sem taka í nútímanum ákvarðanir varðandi uppbyggingu á Skerjafjarðarsvæðinu munu ekki verða til staðar þegar og ef til hamfara komi á umræddu svæði. Þá liggur ekki ljóst fyrir atriði er varða mengun, hávaðamengun, byggingamagn og umferðaþungi. Flokkur fólksins hefur áhyggjur af umferðarþunga ekki síst meðan á framkvæmdum stendur. Hafa skal í huga að borgarlína kemur ekki á næstunni enda mörgum spurningum enn ósvarað með hana og ekki er heldur fyrirsjáanlegt að flugvöllurinn fari næstu árin. Þá liggur ekki ljóst fyrir atriði er varða mengun, hávaðamengun, byggingamagn og umferðaþungi.