Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, varðandi deiliskipulag fyrir nýjan Skerjafjörð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 34
10. apríl, 2019
Annað
‹ 25. fundarliður
26. fundarliður
Fyrirspurn
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins spyr hvaða undirbúningsvinna og kannanir vegna fyrirhugaðrar byggðar í Skerjafirði hafi kostað hingað til, þ.e. frá upphafi verksins til dagsins í dag. Jafnframt er beðið um upplýsingar um hvort samráð hafi verið haft við Umhverfisstofnun og önnur heilbrigðisyfirvöld varðandi eiturefni í jarðvegi frá tímum seinni heimsstyrjaldar og síðari framkvæmda ásamt starfsemi Skeljungs um árabil. Hefur verið gerð athugun varðandi mengun bæði af hávaða og útblæstri flugvéla vegna flugumferðar um Norður-suðurbrautina. Jafnframt hvort leitað var upplýsinga frá vísindamönnum sem skoða nú áhrif hlýnunar jarðar á m.a. yfirborð sjávar. hvaða vísindamenn hefur verið leitað upplýsinga hjá og við hvaða stofnanir starfa þeir. Bent er á skýrslu Sigurðar Sigurðarsonar, Lágsvæði - viðmiðunarreglur fyrir landhæð, apríl 2018, Vegagerðin. Að lokun er spurt hvort ekki sé hægt að minka byggingamagnið.  Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.