Göngugötur 2019, tilhögun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 33
3. apríl, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um um fyrirkomulag tímabundinna göngugatna 2019 dags. 1. apríl 2019.  Samþykkt.  Umhverfis- og skipulagssviði, falið að undirbúa tímabundnar göngugötur í samræmi við tillöguna.
Svar

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar: Flokkur fólksins gerir alvarlega athugasemd að hafist verði handa við vinnu og forhönnun á Laugavegi og Skólavörðustig sem er á dagskrá Skipulags- og samgönguráðs 3. apríl 2019, liður 2 og 3:Í ljósi þeirrar umræðu sem fram fór í borgarstjórn 2. apríl s.l. vegna tillögu Flokk fólksins þar sem farið var fram á nánara samráð um framkvæmdir við hagsmunaaðila, eldri borgar, fatlaða og almenna borgarbúa víðs vegar í borginn m.a. með vel útfærðir skoðanakönnun. Í ljós hefur komið að ekki er möguleiki að hefja undirbúning eða framkvæmdir fyrr en grenndarkynning hefur átt sér stað. Jafnframt þarf að kanna vilja allra Reykvíkinga áður en hafist er handa við svo stórtækar aðgerðir á einu vinsælasta svæði borgarinnar. Það skal jafnframt bent á að ekki stendur til að hreyfihamlaðir né aldraðir hafi aðgang að götunum þegar veður eru válynd. Þá verða göturnar lokaðar þeim stærsta hluta ársins. Ljóst er að meirihluti borgarstjórnar ætlar að troða sínum hugmyndum og áætlun á lokun þessara gatna yfir alla borgarbúa og taka lítið sem ekkert mark á óskum hópa sem hafa áhyggjur af þessum framkvæmdum, þá sérstaklega hagsmunaaðila við þessar götur. Þessir aðilar eru þeir sem halda lífinu lifandi í götunum, en það virðist meirihlutanum engan vegin ljóst.