Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði, um gerð fjallahjólaleiðar í Esjunni
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 43
14. ágúst, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð er fram umsögn frá skipulagsfulltrúa og deildarstjóra umhverfisgæða dags. 18. júní 2019 vegna tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði um gerð fjallahjólaleiðar í Esjunni þar sem Skipulags- og samgönguráð samþykkti að fela Umhverfis- og skipulagssviði að skipuleggja fjallahjólaleið frá Gunnlaugsskarði í Esju að Mógilsá í Kollafirði.  Umsögn skipulagsfulltrúa og deildarstjóra umhverfisgæða dags. 18. júní 2019 samþykkt og umhverfis- og skipulagssviði falið að ræða við Skógræktarfélagið til að vinna verkefninu brautargengi.