Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins, vegna plastmengunar í nærumhverfi borgarbúa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 31
13. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
Flokkur fólksins leggur til að borgin fari í sérstakar aðgerðir til að ná til borgarbúa með hvatningu um að þeir sinni sínu nærumhverfi, þá sérstaklega með tilliti til plasts sem fýkur um borgina stundum í óheyrilegum mæli. Lagt er til að ákveðinn dag í hverjum mánuði, frá mars til október loka, verði íbúar Reykjavíkur hvattir til að fara um sitt nærumhverfi og tína plast og annað rusl sem óneitanlega safnast fyrir víða um borgina. Jafnframt þarf að kanna fleiri möguleika borgarbúa að koma uppsöfnuðu rusli sem auðveldast frá sér. Hugsanlega væri hægt að veita verðlaun í einhverjum flokkum.  Vissulega taka margar "götur" sig saman og sinna t.d. vorhreinsun til mikillar fyrirmyndar. En það virðist ekki duga til.  Það er á ábyrgð allra borgarbúa að halda borginni sinni hreinni. Borgarmeirihlutinn getur haft ríkara frumkvæði en áður til að finna leiðir til að vekja borgarbúa enn frekar til meðvitundar um hreinsunarmál í borginni.  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.