Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins, um aðstöðu við Strætó stoppiðstöð á Suðurlandsbraut, umsögn - USK2019040008
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 30
6. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
Flokkur fólksins leggur til að þegar farið verður í framkvæmdir á Vegmúla fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur verði jafnframt litið til þeirrar hættu fyrir fatlaða og blinda sem stafar af þeim gangstígum og hjólabrautum norðan megin við Suðurlandsbraut gengt Vegmúla. Þessar aðstæður eru þannig að þær reynast fötluðum og blindum einstaklingum afar erfiðar. Það er engin gangstétt með fram götunni, heldur verða vegfarendur að ganga niður í hvilft og svo upp aftur til að komast að gönguljósum yfir Suðurlandsbraut í átt að Vegmúla. Vegmúlinn er ekki hannaður fyrir gangandi og frekar erfiður fyrir hjólreiðafólk jafnframt, nema það nýti sér götuna. Aðeins neðri helmingur Vegmúlans er með gangstéttir, hinn helmingur bílastæði. Þetta getur reynst blindu fólki sérstaklega erfitt yfirferðar og beinlínis hættulegt. Annað sem jafnframt þarf að gaumgæfa er að hljóðið í gönguljósinu heyrist afar illa þegar hvasst er í veðri og alls ekki þegar út á miðja götu er komið. Því er nauðsynlegt að skoða þessi gatnamót í heild sinni þegar framkvæmdir hefjast við Vegmúla. Flokkur fólksins leggur til að þessum framkvæmdum verði flýtt þar sem hér eru um frekar hættulegt svæði að ræða með tilliti til fatlaðrar og blinda.
Svar

Vísað til umsagnar samgöngustjóra.