Græna netið,. Niðurstaða starfshóps.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 16
7. nóvember, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lögð eru fram gögn vegna verkefnisins "Græna netið" skýrsla starfshópsins dags. 29. júní 2016, drög að skýrslu ALTA um grænar tengingar í Reykjavík dags. maí 2017, drög að fyrstu framkvæmdaáætlun 2019-2024. dags. janúar 2019 og erindisbréf starfshóps dags. 23. ágúst 2018. 
Gestir
Snorri Sigurðsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur
    Lykilatriði í innleiðingu stefnu Aðalskipulags Reykjavíkur um hágæða Grænt net, er að farið sé í nauðsynlegar framkvæmdir til að styrkja netið með áherslu á að fjölga og bæta grænar tengingar. Það eru í sjálfu sér ágætis markmið ef ekki er á sama tíma byggt á hverjum einasta græna bletti sem fyrirfinnst í borginni og gengið freklega á náttúruperlur í borgarlandinu með byggingum eins og til stendur að reisa í Elliðaárdalnum.  Þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru þar, sýna svo ekki verður um villst, nauðsyn þess að friðlýsa Elliðaárdalinn. Þá hefur sú þéttingarstefna sem unnið hefur verið eftir á undanförnum árum, þar sem mesta þéttingin á sér stað miðsvæðis, komið niður á opnum grænum svæðum og einna verst vestan Snorrabrautar þar sem fá græn svæði eru eftir til útivistar, eins og Hljómskálagarðurinn og strandlengjan frá Skerjafirði að Ægisíðu. Það verður þó að teljast jákvætt að framkvæmdaáætlun Græna netsins mun fela í sér fjölgun á skilgreindum framkvæmdum á þeim opnu svæðum sem þó eru enn til staðar í borginni. Græna verkefnið felur í sér umhverfisfrágang á 17 nýjum göngu- og hjólastígum. Mikilvægt er að litið verði til umhverfisvænni lausna til að ryðja stígana á veturna, svo sem með upphitun svo ekki þurfi að ryðja, sanda og salta þá.
  • Samfylking, Píratar
    Fulltrúar meirihlutans í umhverfis- og heilbrigðisráði fagna þeim stóra áfanga sem framkvæmdaráætlun um Græna netið í Reykjavík er og þakka sömuleiðis öllum þeim sem komu að þessari mikilvægu vinnu. Verkefnin sem liggja fyrir eru mikilvæg skréf á þeirri vegferð að búa til gróðursæla og líffvænlega borg. Öll tengja þau saman græn svæði borgarinnar bæði innan og milli borgarhluta. Verkefni sem þessi tengjast einnig aðgerðum í loftslagsmálum, náttúruvernd og umhverfisgæðum. Það er mikilvæg að vísa framkvæmdaáætluninni inn í vinnu við fjárhagsáætlun og gera ráð fyrir verkefnunum í fjárfestingaáætlun fyrir næsta ár. 
105 Reykjavík
Landnúmer: 107193 → skrá.is
Hnitnúmer: 10011016