Sameining Sorpu br. og Kölku, umsögn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 15
31. október, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lögð er fram umsögn skrifstofu umhverfisgæða dags. 11. febrúar 2019 um tillögur að sameiningu SORPU og Kölku.
Svar

Fulltrúi Miðflokksins Vigdís Hauksdóttir bókar: Hugmyndir eru uppi hjá Sorpu bs. að útvista úrgangi með brennslu til Reykjanesbæjar eða jafnvel erlendis, með tilheyrandi mengun fyrir andrúmsloftið og öðrum mengunarþáttum. Borgarfulltrúi Miðflokksins gagnrýnir að hvert sveitarfélag sé að fást við þessi úrlausnarefni í stað þess að vinna að vandamálinu á landsvísu og í einni heild. Því er minnt á bókun Miðflokksins frá 5. febrúar s.l. sem hljóðar svo: „Bæjarfulltrúi Miðflokksins geldur varhug við því að Kalka eigi að taka við megninu af sorpi af höfuðborgarsvæðinu. Bæði er það mikið umhverfisálag fyrir Reykjanesbæ og ekki síður umferðarálag á Reykjanesbrautina. Á meðan ástandið á Reykjanesbrautinni er ekki betra en raun ber vitni er varhugavert að auka álagið á brautina enn frekar með sorpflutningum hingað suður eftir. Áður en lengra er haldið verða frekari upplýsingar að liggja fyrir s.s. þær hvort áætlað er að nýr brennsluofn eigi að vera staðsettur í Helguvík. Bæjarbúar eiga heimtingu á að vita hver áform meirihlutans eru í þessum efnum. Áætlað er að 10 manns verði í stjórn sameinaðs félags en einungis 5 aðilar verði í framkvæmdaráði. Verði af þessari sameiningu er það skýr krafa bæjarfulltrúa Miðflokksins að Reykjanesbær eigi fulltrúa í framkvæmdaráðinu þar sem bærinn er fjórða stærsta sveitafélagið sem að þessari sameiningu standa.