Griðarsvæði fyrir seli, tillaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 14
24. október, 2018
Annað
Fyrirspurn
Umhverfis- og heilbrigðisráð Reykjavíkur leggur til að selir fái friðhelgi á strandsvæðum og við árósa í Reykjavík. Þar með vill ráðið að allri veiði á bæði land- og útsel verði hætt innan lögsögu borgarinnar. Einnig eru aðilar sem stunda netaveiði í Faxaflóa  hvattir til að gera sitt besta til að koma í veg fyrir að selir lendi óvart í netum. Einnig er lögð fram greinargerð.   Frestað.
Svar

-    Kl. 15.55 víkur Kristín Soffía Jónsdóttir af fundi.