Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Tímalengd götulýsingar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 26
30. janúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði varðandi að  leggja til að bætt verði við tímalengd götulýsingar í Reykjavík. Árið 2015 var hún stytt. Vegna led væðingar götulýsingar þá er kostnaður við það að lengja tíma götulýsingar kvölds og morgna óverulegur og því aftur hægt að bæta við þann tíma sem kveikt er á lýsingu. Góð götulýsing er öryggisatriði bæði fyrir gangangi, hjólandi og þá sem akandi eru. Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.