Umferð hópbifreiða í Reykjavík, tillögur og ábendingar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 32
20. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagt er fram bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar dags. ódagssett. þar sem ábendingar og tillögur eru settar fram varðandi safnstæði í Reykjavík. einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 14. mars 2019 Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 14. mars 2019 samþykkt.  Skipulags og samgönguráð bókar: Skipulags og samgönguráð þakkar tillögur samtaka ferðaþjónustunnar. Það er mikilvægt verkefni að finna hentuga staði fyrir safnstæði hópbifreiða. Ráðið telur æskilegt að þessi stæði verði ekki til frambúðar innan miðborgarinnar heldur í jaðri hennar í samráði við ferðaþjónustuna.