Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 26
30. janúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem óskað er eftir að Reykjavíkurborg hefji viðræður við Vegagerðina um það að bæta öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda í Reykjavík.  Tillögunni vísað frá með fjórum atkvæðum Fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar  Haraldsdóttur, fulltrúum Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Valgerður Sigurðardóttir og Ólafur Kr. Guðmundsson sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka:  „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði harma það að tillaga þess efnis að Reykjavíkurborg hefji viðræður við Vegagerðina um það að bæta öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda í Reykjavík sé vísað frá. Fulltrúarnir gera sér grein fyrir því að Reykjavíkurborg á í góðum samskiptum við Vegagerðina, þeir telja þó að gott væri að hefja formlegt og heildstætt ferli vegna öryggis gangandi og hjólandi í Reykjavík við Vegagerðina.“
Svar

Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka: Fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson og fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bóka: “Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar á fasta fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar á fimm vikna fresti. Til þess að ná yfir öll sameiginleg mál Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar, þar með talið öryggi gangandi og hjólandi, er fundað reglulega þess á milli. Tillögunni er því vísað frá.”