Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Innviðagjöld
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 31
13. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks þar sem óskað er  upplýsinga um þau innviðagjöld sem lögð hafa verið á lóðarhafa í Reykjavík frá árinu 2010, þ.e. umsamda þátttöku lóðarhafa í innviðagerð, umfram þá þátttöku sem felst í greiðslu byggingaréttargjalds. Hvaða viðmið eru notuð við útreikning gjaldsins á hverju svæði? Með hvaða hætti felur umsamið innviðagjald í sér kvaðir og önnur skilyrði á lóðarhafa, umfram innheimtu tiltekinna fjárhæða? Óskað er eftir sundurliðun á þeim fjárhæðum sem innheimtar hafa verið hjá hverjum einstökum lóðarhafa í kjölfar einkaréttarlegra samninga á tímabilinu. Eins er óskað sundurliðunar á öðrum umsömdum fjárhæðum innviðagjalds sem þó hafa ekki enn verið innheimtar. Loks er óskað upplýsingar um hugsanlega yfirstandandi samningsgerð við lóðarhafa um greiðslu innviðagjalds, án þess þó að samningar hafi verið undirritaðir.  Kallað er eftir afritum af öllum einkaréttarlegum samningum sem gerðir hafa verið við lóðarhafa á tímabilinu um innheimtu innviðagjalds. Auk þess er óskað rökstuðnings á því hvernig umhverfis- og skipulagssvið telur innheimtu innviðagjalds samræmast lögum. Einnig er lögð fram umsögn  skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 14. febrúar 2019.
Svar

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka: Upplýsingar um innviðagjöld eru greinilega af skornum skammti. Taflan sem okkur er sýnd er með allt of mörgum eyðum. Athygli vekur að ekki liggur fyrir hver innviðagjöld eigi að vera á verkefnum sem eiga að vera komin að framkvæmdastigi. Má hér nefna Heklureit sem var kynntur fyrir kosningar en virðist vera í frosti vegna gjalda borgarinnar. Héðinsreit sem hefur verið í vinnslu í langan tíma. Og Vesturbugt sem ætti að vera komin á framkvæmdastig. Nauðsynlegt er að borgarráði verði gerð frekari grein fyrir innviðagjöldunum, en samningar um þessi gjöld eru á forræði Skrifstofu Eigna og Atvinnuþróunar (SEA).