Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks í samgöngu- og skipulagsráði, Teinagrindverk.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 21
12. desember, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks í samgöngu- og skipulagsráði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir því að teinagrindverk sem notuð eru til þess að skilja á milli veghelminga verði fjarlægð á þeim vegum sem Reykjavíkurborg hefur umsjón með. Slíkar girðingar eru t.d. á Grensásvegi, Suðurlandsbraut, Réttarholtsvegi og fleiri stöðum. Nú þegar hefur Vegagerðin tekið niður stóran hluta af teinagirðingum á sínum vegum innan borgarmarkanna, enda hafa orðið alvarleg slys vegna þessa teinagirðinga.  Teinagirðingarnar eru ekki viðurkennd og árekstraprófuð aðferð við umferðargötur.  Ný og viðurkennd útfærsla hefur verið sett í staðin, eins og á Miklubraut. Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar og fulltrúum Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur, Sabine Leskopf og Arons Levís Beck gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Hildur Björnsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds og Valgerður Sigurðardóttir. Fulltrúar Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir, Sabine Leskopf og Aron Leví Beck bóka: Það er ekki metið tímabært að fjarlægja teinagrindverk í Reykjavík án frekari skoðunar og er framlögð tillaga því felld. Vert er þó að geta að umræddar girðingar eru víða til skoðunar og verða þær fjarlægðar ef faglegt mat á umferðaröryggi á þeim svæðum gefa tilefni til.