Breiðholtsbraut - Skógarsel - Árskógar, kæra 142/2021, umsögn, úrskurður
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 120
10. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 8. september 2021 ásamt kæru dags. 7. september 2021 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans þann 6. júní 2021 um að synja Íþróttafélagi Reykjavíkur um leyfi til að koma fyrir starfrænu skilti í stað flettiskiltis við Gatnamót Breiðholtsbrautar. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 14. september 2021. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 29. október 2021. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 6. júlí 2021 um að synja umsókn um leyfi til að koma fyrir stafrænu skilti við Gatnamót Breiðholtsbrautar og Skógarsels/Stekkjarbakka.