Hlíðarendi - Reitir G, H og I, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 mánuðum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 116
6. október, 2021
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn ASK Arkitekta dags. 1. júlí 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna reita G, H og I. Í breytingunni felst að breyta lóðum G og H úr atvinnulóðum í íbúðalóðir, breyta opnu svæði til bráðabirgða í íbúðalóð ,I, fjölga íbúðum og breyta bílastæðakröfum til samræmis við bíla- og hjólastæðastefnu Reykjavíkurborgar, samkvæmt uppdrætti ASK arkitekta ehf. dags. 24. júní 2021. Einnig er lagt fram samgöngumat Eflu dags. 1. október 2021.
Svar

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til borgarráðs.

Gestir
Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Viðreisn, Samfylkingin, Píratar
    Breytingin felur í sér að í stað atvinnustarfsemi, þar á meðal hótel, rísa um 460 íbúðir á þessu svæði við Hlíðarendann. Einnig verður til ný lóð á suðvesturhluta svæðisins. Gert er ráð fyrir að 20% íbúðanna verði leigu eða búseturéttaríbúðir og að Félagsbústaðir eigi forkaupsrétt á 5% íbúðanna. Deiliskipulagið er lagað að bíla- og hjólastæðastefnu borgarinnar, öll götustæði eru samsíða og önnur í kjallara og viðmið fest um að lágmarki skuli vera 2 hjólastæði á íbúð.