Héðinsreitur/Vesturgata 64 og Ánanaust, (fsp) uppbygging
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 110
7. júlí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram til kynningar teikningar Arkþing/Nordic ehf. dags. 28. júní 2021 vegna byggingarreita V1-V3, Teikningar vantspijker & partners og THG Arkitekta ehf. dags. 28. júní 2021 vegna byggingarreita V4-V6, samantekt Eflu dags. 28. júní 2021 um fjölda bílastæða og hljóðvistaútreikningar Mannvits ehf. dags. 25. maí 2021.
Gestir
Birkir Árnason og Grétar Snorrason frá Arkþing/Nordic og Freyr Frostason og Grímur Víkingur Magnússon frá THG arkitektum taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Málið var rætt og kynnt í borgarráði 2019. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hafði þá og hefur enn efasemdir um þessa inngarða sem þarna eru sýndir í kynningu Umhverfis og skipulagsráðs. Sumir svona inngarðar hafa verið algerlega mislukkaðir sbr. garðurinn bak við t.d. Ásvallagötu/Ljósvallagötu. Þar er ekkert birtumagn og ekkert þrífst þar.   Ætla má að skuggahornin og skuggasvæðin í slíkum görðum sem hér er lýst verði mörg og spurt er hvernig plöntur og gróður eigi þar að þrífast en fram kemur að hver garður eigi að hafa mismunandi plöntuþema.  Minnumst þess að íslensk sumur eru stutt og svöl og flestum plöntum og gróðri veitir ekki af þeirri sól sem þau geta fengið. Aðrar áhyggjur eru að þessar íbúðir muni seljast dýrt eins og gjarnan er raunin á þessu svæði. Hér er um mikinn fjölda íbúða 330 íbúðir og hótel með 230 hótelherbergi. Borgarfulltrúi hefur einnig áhyggjur af umferðinni á þessu svæði sem nú þegar er mikil.