Hringbraut 116/Sólvallagata 77 - Steindórsreitur, breyting á deiliskipulagiU22 ehf., Katrínartúni 2, 105 ReykjavíkPlúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík
Hringbraut
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulags- og samgönguráð nr. 106
2. júní, 2021
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta ehf. dags. 1. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Steindórsreits vegna Hringbrautar 116/Sólvallagötu 77. Í breytingunni felst færsla á innkeyrslu í bílakjallara og minniháttar breytingar tengdar því, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 4. mars 2021, br. 26. maí 2021. Tillaga var auglýst frá 25. mars 2021 til og með 11. maí 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Ásta Olga Magnúsdóttir dags. 11. maí 2021 og Vegagerðin dags. 12. maí 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. maí 2021.
Svar

Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn tillögunni. Vísað til borgarráðs.

Gestir
Birkir Ingibjartsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur
    Rétt er að ganga ekki lengra en þegar hefur verið samþykkt til að skapa sátt, en andstaða hefur verið að hálfu íbúasamtaka vesturbæjar og Vesturbæjarskóla.
  • Flokkur fólksins
    Auka á byggingarmagn á efri hæðum sem hefur áhrif á skuggavarp. Með auknu byggingarmagni mun umferð aukast. Hvað varðar öryggisþáttinn þá hefur Hringbrautin mjög lengi verið ein af þeim götum þar sem gangandi og hjólandi vegfarendum er hætta búinn. Hringbraut er og verður alltaf mikil umferðargata.