Hólmsheiði 2. áfangi, deiliskipulag athafnasvæðis, kynning á athugasemdum og ábendingum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 97
10. mars, 2021
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð fram skipulags- og matslýsing skipulagsfulltrúa dags. 26. febrúar 2021, þar sem gert er ráð fyrir að unnið verði deiliskipulag að athafnasvæði sem markast af Fjárborg til vesturs og Suðurlandsvegi til suðurs og fjarsvæðis vatnsverndar til austurs.
Svar

Samþykkt er að kynna lýsingu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Minjastofnun Íslands, Veðurstofunni, Borgarsögusafni Reykjavíkur, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Vegagerðinni, Hestamannafélaginu Fáki, Íbúaráði Árbæjar og Norðlingaholts, Íbúðaráði Grafarholts- og Úlfarsárdals, OR/Veitum, Hafrannsóknarstofnun, Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, Framkvæmdanefndar Vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu, Skógræktarfélagi Reykjavíkur og einnig skal kynna hana fyrir almenningi. Vísað til borgarráðs.

Gestir
Ólafur Melsted verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Komur og brottfarir
  • - Kl. 10:24 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi.
  • - Kl. 10:24 tekur Marta Guðjónsdóttir sæti á fundinum.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Hér eru drög að skipulagi hluta Hólmsheiðar. Eftir er mikil vinna. Um fáein atriði í drögunum má segja sitthvað strax. Úrkomumagn skiptir litlu máli fyrir lífsgæði á svæðinu. Úrkomutímarnir skipta meira máli. Litlu skiptir hvort það rignir 5 eða 10 mm á klst. Tíminn er sá sami. Einnig er álitamál hvort mikilvægt sé að halda í núverandi gróður. Uppstaða ríkjandi gróðurs er útplöntun trjáa á síðustu áratugum. Gróðurfar er ekki stöðugt og vel getur verið að allt annað gróðurfar sé betra en það sem nú er á svæðinu. Vel má því skipuleggja án tillits til núverandi gróðurs.