Brekknaás, nýtt deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 110
7. júlí, 2021
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að deiliskipulagi fyrir 6 lóðir við Brekknás og Vindás 1.8 ha af stærð. Svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði í Aðalskipulagi Reykjavikur 2010-2030 með síðari breytingum.  Í aðalskipulagi segir að leyfileg sé uppbygging á 60 íbúðum auk búsetukjarna fyrir fatlaða, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 29. janúar 2021, br. 24. júní 2021. Tillagan var auglýst frá 2. mars 2021 til og með 13. apríl 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Telma Dögg Óskarsdóttir dags. 20. mars 2021, Pálmi Jón Gíslason dags. 12. apríl 2021, Steinunn Þorleifsdóttir dags. 12. apríl 2021, Veitur ohf. dags. 13. apríl 2021, Kamilla Mist Gísladóttir dags. 13. apríl 2021, Gerður Ríkharðsdóttir, tveir póstar, dags. 13. apríl 2021, Matthías Pálmason dags. 13. apríl 2021, Adolf Freyr dags. 13. apríl 2021, Friðrik Þorbergsson dags. 13. apríl 2021 og Jóhanna Gunnarsdóttir dags. 13. apríl 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júlí 2021.
Svar

Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júlí 2021. Vísað til borgarráðs.