Landsbankareitur 1.174.0, Hverfisgata 90, breyting á deiliskipulagi
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 94
3. febrúar, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Sigurðar Einarssonar dags. 28. janúar 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi reist 1.174.0 vegna húss að Hverfisgötu 90, lóð nr. 88 við Hverfisgötu. í breytingunni felst að heimilt verði að rífa húsið og endurbyggja í samræmi við uppfært útlit hússins, samkvæmt uppdr. Batterísins Arkitekta ehf. dags. 25. janúar 2021. Einnig lagt fram ástandsmat Þráins og Benedikts verkfræðistofu, umsögn Minjastofnunar og umsögn skipulagsfulltrúa . 
Svar

Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur  skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.