Hverfisgata 73, kæra 108/2020, umsögn, úrskurður
Hverfisgata 73
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 mánuði síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 91
16. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 5. nóvember 2020 ásamt kæru dags. 5. nóvember 2020 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að veita byggingarleyfi fyrir Hverfisgötu 73, dags. þann 12. október 2020. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 11. nóvember 2020 vegna stöðvunarkröfu. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 4. desember 2020. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 16. apríl 2019 um að veita leyfi fyrir viðbyggingu og endurnýjun matshluta 02 í húsinu að Hverfisgötu 73 í Reykjavík.
101 Reykjavík
Landnúmer: 101106 → skrá.is
Hnitnúmer: 10022392