Lækjargata 1, nýtt deiliskipulag
Lækjargata 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 92
13. janúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju umsókn Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 14. október 2020 ásamt bréfi dags. 14. október 2020 um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina nr. 1 við Lækjargötu, lóð forsætisráðuneytisins og stjórnarráðshússins, vegna áforma um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið fyrir starfsemi forsætisráðuneytisins. Einnig er lögð fram vinningstillaga Kurt og Pí arkitekta frá árinu 2018 og umboð forsætisráðuneytisins dags. 14. október 2020. Jafnframt er lögð fram skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 10. nóvember 2020. Lýsingin var kynnt til og með 18. desember 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Herbertsprent ehf. dags. 7. desember 2020, Borgarsögusafn Reykjavíkur, dags. 16. desember 2020 og Skipulagsstofnun dags. 16. desember 2020.
Svar

Athugasemdir kynntar.

Gestir
Ólafur Melsted verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Landnúmer: 101319 → skrá.is
Hnitnúmer: 10020779