Sólvallagata 67, Vesturbæjarskóli, breyting á skilmálum deiliskipulags
Sólvallagata 67 (01.138.2)
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 77
1. júlí, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 23. júní 2020 að breytingu á skilmálum deiliskipulags lóðarinnar nr. 67 við Sólvallagötu 67, Vesturbæjarskóli. Í breytingunni felst að í stað flutningsheimildar á húsinu, sem stendur í suðvesturhorni lóðarinnar (áður Hringbraut 116-118), er heimilt að rífa það. Einnig er lögð fram umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 10. júní 2020.
Svar

Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

Gestir
Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur
    Í deiliskipulagi frá 2008 er kveðið á um að gömlu húsin sem standa á lóð Vesturbæjarskóla séu flutningshús og ekki gert ráð fyrir niðurrifi þeirra. Til stóð að húsin yrðu flutt á nærliggjandi lóð við Hringbraut/Meistaravelli sem hefði sómt sér vel þar sem húsin eru hluti af samvinnuhúsunum á þessu svæði sem hafa byggingarsögulegt gildi. Ekki hefur orðið af þeim flutningi eða látið á það reyna hvort einhver hafi áhuga á að fá húsin til flutnings. Mikilvægt er að það verði gert áður en ákvörðun er tekin um niðurrif hússins. Fullur skilningur er á þörf Vesturbæjarskóla fyrir meira leiksvæði við skólann og hefði því átt að vera búið að gera ráðstafanir löngu fyrr eða áður en nýbyggingarframkvæmdir við skólann hófust til að stækka leiksvæðið en til þess hafa borgaryfirvöld haft 12 ár.
101 Reykjavík
Landnúmer: 100729 → skrá.is
Hnitnúmer: 10013762