Vesturlandsvegur, breyting á deiliskipulagi
Vesturlandsvegur
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 77
1. júlí, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Finns Kristinssonar dags. 8. maí 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturlandsvegar. Í breytingunni felst að gerðar eru textabreytingar í köflum 5.1, 5.3, 5.4., 5.5 og bætt við kafla 5.7 vegna útfærslu vegarins, samkvæmt uppdráttum Eflu og Landslags dags. 25. júní 2020 og uppdrættir uppfærðir til samræmis við það. Einnig er lögð fram greinargerð skilmálar og umhverfisskýrsla dags. 25. júní 2020 ásamt uppfærðum uppdráttum sem eru 5 talsins.
Svar

Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Lagt er fram á fundi umsókn um breytingu á deiliskipulagi Vesturlandsvegar vegna útfærslu vegar. Í gögnum er gert ráð fyrir að göngu- og hjólaleið verði annað hvort á vegöxl hliðarvega eða að gerður verður sérstakur göngu- og hjólastígur. Það er mat Flokks fólksins að enda þótt áhersla sé á að til verði samfelld og  örugg göngu- og hjólaleið með fram Vesturlandsvegi sé öryggi gangandi og hjólandi best tryggt ef stígar eru vel til hliðar frekar en að vera á vegöxl. Aðstæður eru mismunandi en ávallt ætti að reyna til hins ítrasta að hafa stíga fyrir gangandi og hjólandi eins fjarri umferð og hægt er. Þarna ætti að gera góðan hjólastíg  án undanbragða og sá stígur ætti að liggja með hæðarlínum og þannig hallalaus. Ekki er boðlegt að segja í áætlun að: ,, Bætt er við þeim möguleika að gera sérstakan göngu- og hjólastíg, eftir því sem aðstæður leyfa, sem kæmi þá í stað göngu- og hjólaleiðar á vegöxl hliðarvega. Leitast verður við að stígarnir séu 3-3,5 metra breiðir”. Orðalag þarf að vera meira afgerandi hér að mati Flokks fólksins.