Teigahverfi, breyting á deiliskipulagi vegna Sigtúns 42Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 98
24. mars, 2021
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 28. apríl 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis. Í breytingunni felst að hluti af malarsvæði á milli núv. gangstéttar og nyrðri lóðarmarka Sigtúns 42 verði breytt í grenndarstöð. Til að tryggja aðgengi losunarbíls er gert ráð fyrir að 3 bílastæði við hana verði fjarlægt og því fækki bílastæðum úr u.þ.b. 9 í 6, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2020, br. 12. mars 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 21. september 2020 til og með 19. október 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Lilja Þorgeirsdóttir, Gerður Guðjónsdóttir og Auður Inga Þorsteinsdóttir f.h. eigenda að Sigtúni 42 dags. 15. október 2020, Ólafur Örn Ólafsson og Þórunn Margrét Gunnarsdóttir dags. 18. október 2020, Kristinn Einarsson dags. 19. október 2020, Hákon Þór Sindrason, dags. 19. október 2020 og Guðrún Einarsdóttir dags. 19. október 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. janúar 2021.
Svar

Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til borgarráðs.

Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur
    Mikilvægt er að fjölga grenndarstöðvum og djúpgámum eftir atvikum til að auðvelda íbúum flokkun. Frágangur skiptir máli, en ekki síður að tæming sé regluleg svo ásýnd og umgengni verði sem best. Heildarfrágangur þarf að vera lokið og hann þarf að vera góður svo umhverfið verði snyrtilegt.
  • Flokkur fólksins
    Breyta á hluta af malarsvæði við Sigtún 42 í grenndarstöð. Þetta hefur mætt andstöðu sumra og ekki gengið að sameinast um staðsetningu. Hér er dæmi um að erfitt er að breyta grónu umhverfi jafnvel þótt íbúar vilji breytingar og aukna þjónustu. Í þessu tilfelli á að setja upp gáma fyrir flokkað sorp. Meginatriðið hlýtur að vera að hægt sé að koma svona gámum í svæði sem er afmarkað af léttum skjólgirðingum eða trjágróðri. Svo þarf að huga að sjónrænum áhrifum slíkra gáma sjáist í þá á annað borð. Sumir er með auglýsingar álímdar sem getur varla talist prýði. Mikilvægt er að vinna mál sem þetta þétt með íbúum. Sé íbúum boðið strax að borðinu eru meiri líkur á að málið vinnist í sátt. Víða í borginni eru grenndargámar mikil óprýði og sjómengun í umhverfinu. Vert væri að gera skurk í að reyna að finna leiðir til að koma þeim meira í var eða í það minnsta fegra ásýnd þeirra.