Dunhagi, Hjarðarhagi og Tómasarhagi, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulags- og samgönguráð nr. 83
7. október, 2020
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð er fram að nýju umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 2. október 2018 um nýtt deiliskipulag fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Í tillögunni felst m.a. niðurrif og uppbygging á lóð nr. 18-20 við Dunhaga auk bílskúrsheimilda á þremur lóðum, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 25. júní 2020. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla nr. 196 frá 2019. Tillagan var auglýst frá 17. júlí 2020 til og með 31. ágúst 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Anna Guðmundsdóttir dags. 20. ágúst 2020, Sigríður Anna Ásgeirsdóttir, Salvör Jónsdóttir, Jón Atli Árnason og Jóhann Friðriksson dags. 28. ágúst 2020, Sólveig Jónsdóttir, Sigurður Á. Þráinsson, Halldór Árnason, Anna Björg Eyjólfsdóttir, Friðrik Árni Halldórsson, Marta María Halldórsdóttir og Ingibjörg Jóna Halldórsdóttir dags. 30. ágúst 2020, Eyvindur Árni Sigurðarson dags. 30. ágúst 2020, Snjólaug Árnadóttir dags. 31. ágúst 2020, Soffía Óladóttir dags. 31. ágúst 2020, Einar Ólafsson dags. 31. ágúst 2020 og Bjarki Már Baxter hjá Málþingi lögmannsstofu f.h. sjálf síns, Einars Ólafssonar, Gunnhildar Stefánsdóttur, Arnars Vilmundarsonar og Signýjar Sifjar Sigurðardóttur dags. 31. ágúst 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. sept. 2020.
Svar

Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2020.Vísað til borgarráðs.

Gestir
Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Málefni Dunhaga, Hjarðarhaga og Tómasarhaga hefur verið til umræðu lengi ekki síst vegna athugasemda og gagnrýni íbúa svæðisins. Kvartað hefur verið undan málsmeðferð en taka skipulagsyfirvöld ekki undir það. Andmælendur hafa tvívegis unnið mál fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála. Eigendur fengu aukafrest til að skila athugasemdum. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvort skipulagsyfirvöld telji að vel hafi verið tekið í ábendingar og athugasemdir íbúa hverfisins og hvort þeim hafi verið mætt eins og framast er unnt? Vonandi hefur náðst meiri sátt í málinu með þeim breytingum sem gerðar verða frá upphaflegu skipulagi/tillögum.