Rauðhólar, nýtt deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 104
12. maí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 22. mars 2021, að deiliskipulagi fyrir Rauðhóla. Um er að ræða Rauðhóla sem hafa verið friðlýstir sem fólkvangur síðan 1974, ásamt aðliggjandi svæði í kringum Heiðmerkurveg yfir brúnna að Helluvatni. Í tillögunni  eru aðalleiðir gangandi og ríðandi um svæðið fest inn á skipulagsáætlun. Er það gert til að auka upplifun ólíkra útivistarhópa í sátt við náttúruna, auk þess sem náttúru- og útivistarstígar eru skilgreindir á uppdrætti. Jafnframt er nýtt bílastæðahólf skilgreint sem jafnframt er þá upphafsstaður fyrir aðkomu inn í Rauðhólana fyrir þá sem koma akandi að svæðinu. Búið er að kortleggja helstu jarðminjar og vistgerðir auk fornleifapunkta. Einnig er lögð fram skýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands dags. í nóvember 2020.
Svar

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði. 
Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Píratar, Viðreisn
    Hér er verið að bæta alla umgjörð í kringum umferð gangandi, hjólandi og umferð reiðfólks um svæðið. Að sama skapi er verið að setja skýrari ramma í kringum ágang vegna aksturs með bílastæðahólfi. Rauðhólar sem eru röð gervigíga er mikilvægt jarðfræðilegt svæði með dýrmætum minjum sem ber að vernda sem allra best. Hér er verið að styðja við góða upplifun fjölbreyttra útivistarhópa af þessu merkilega svæði í sátt við náttúruna.
  • Flokkur fólksins
    Búið er að skemma flesta Rauðhóla. Heilu hólunum var mokað í burtu, grafið í þá og þeir tættir og nú stendur eftir alls konar form af „hólum“, allt skemmdir af mannanna völdum. Skemmdir vegna efnistöku eru skerandi og ættu að minna alla á að ganga vel um náttúruna. Hægt er að nota Rauðhólana sem efni í fræðslu um hvernig á EKKI að ganga um náttúruna. Til stendur að gera nýtt göngustígakerfi og er það af hinu góða. Nú er spurning hvort og hvernig hægt að gera það besta úr þessum skemmdum. Rauðhólar eru vannýtt svæði með tilliti til útivistar og mun bætt göngustígakerfi vonandi verða til bóta.