Kringlan, skipulagslýsing fyrir gerð deiliskipulags
Kringlan 1 (01.721)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 77
1. júlí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing, Kanon arkitekta og VSÓ ráðgjafar dags 18. mars 2020, vegna skipulagsgerðar og umhverfismats "Kringlusvæðisins". Kynning stóð yfir frá 8. apríl 2020 til og með 20. maí 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Borgarsögusafn Reykjavíkur dags. 5. maí 2020, Veðurstofa Íslands dags. 12. maí 2020, Minjastofnun Íslands dags. 19. maí 2020, Vegagerðin dags. 19. maí 2020, Finnur Magnússon lögmaður f.h. Hús verslunarinnar sf., Kringlunnar 7 húsfélag og þinglýstra eigendur fasteigna í Kringlunni 7 dags. 19. maí 2020, Jón Ævar Pálmason og Þórhildur Kristinsdóttir dags. 20. maí 2020, íbúaráð Miðborgar og Hlíða dags. 20. maí 2020, María Hjaltalín f.h. íbúasamtaka 3. hverfis dags. 20. maí 2020, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags 20. maí 2020. Veitur dags. 22. maí 2020, íbúaráð Miðborgar og Hlíða dags. 27. maí 2020, íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis dags. 29. maí 2020, Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins dags. 3. júní 2020. Einnig er lagður fram tölvupóstur Umhverfisstofnunar dags. 30. apríl 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. maí 2020 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Gestir
Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri og Friðjón Sigurðarson frá Reitum taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Borgarfulltrúi Miðflokksins og fulltrúi slembivalinna gerir athugasemdir við framlagða deiliskipulagsbreytingu Kringlusvæðis. Ríflega tíu þúsund fermetra gróðursælu grænu svæði við norðurenda svæðisins verður hér fórnað fyrir steypu. Ríflega fjögur þúsund fermetra gróðursælu grænu svæði við suðurenda verður sömuleiðis fórnað fyrir steypu. Ljóst er að sú deiliskipulagsbreyting sem hér liggur fyrir stenst engan veginn yfirlýst markmið meirihlutans um verndun grænna svæða innan borgarmarkanna, þvert á móti er þetta bein aðför að þeim. Vera má að draumsýn starfandi meirihluta sé að nema ekki staðar fyrr en öllum grænum blettum borgarinnar hefur verið eytt. Borgarfulltrúi Miðflokksins og fulltrúi slembivalinna leyfa sér að fullyrða að borgarbúar deili ekki þeirri sýn. Ekki er ásættanlegt að gengið sé á veghelgunarsvæði Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar.“ Tekið eru undir allar þær ábendingar sem koma fram í bréfi lögmannsstofunnar Juris sem fer með mál þeirra sem eiga og eru með rekstur í Húsi verslunarinnar. Í þessu erindi er lagt til að rífa hið minnsta 900 fermetra af Húsi verslunarinnar án þess að neitt samráð hafi verið haft við þá aðila.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Kringlusvæðið hefur mikla uppbyggingamöguleika á lykilstað í borginni. Það er miður að ekki hafi tekist að vinna skipulagslýsingu í samráði við Hús verslunarinnar, Kringlunnar 7 sem er lykillóð á svæðinu. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins minna á tillögu sína um samgöngumiðstöð við Kringluna fyrir almenningssamgöngur á mikilvægum samgönguás.
103 Reykjavík
Landnúmer: 107300 → skrá.is
Hnitnúmer: 10013328