Hraunbær 103A, breyting á deiliskipulagi
Hraunbær 103A (04.331.1)
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Málsaðilar
Kristinn Ragnarsson
Skipulags- og samgönguráð nr. 73
20. maí, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Kristins Ragnarssonar dags. 23. janúar 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hraunbæjar 103-105 vegna lóðarinnar nr. 103A við Hraunbæ. Í breytingunni felst að heimilt verður að hafa þakgarða á hluta þaks yfir 5. og 7. hæð, samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar dags. 19. desember 2019. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. apríl 2020.
Svar

Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Hér er verið leggja fram umsókn aðila um að fá að hafa þakgarða á hluta þaks yfir 5. og 7. hæð. Þetta er athyglisverð og jákvæð breyting. Benda má á að þarna ætti að skrá reynslu af þakgörðum, sem gætu nýst í framtíðinni. Fulltrúi Flokks fólksins í skipulags- og samgönguráði hvetur til þess að ef verið er að búa til þak með gróðri ofan á mun það þak verða þungt og gott væri að  skrá niður reynslu af slíku með nákvæmum hætti sem gætu nýst til framtíðar fyrir þá sem vilja gera sambærilega hluti.
110 Reykjavík
Landnúmer: 225258 → skrá.is
Hnitnúmer: 10119787