Freyjubrunnur 23, kæra 120/2019, umsögn, úrskurður
Freyjubrunnur 23 (02.695.4)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 61
29. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 2. desember 2019 ásamt kæru dags. 30. nóvember 2019 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um útgáfu byggingarleyfis (gefið út 30. október 2019) vegna framkvæmda á lóðinni nr. 23 við Freyjubrunn. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 11. nóvember 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 17. janúar 2020. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 18. júlí 2019 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar Freyjubrunns 23. Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 24. september 2019 um að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir Steinsteyptu fjölbýlishúsi með átta íbúðum á lóðinni Freyjubrunnur 23.