Ármúli 7, breyting á skilmálum deiliskipulags
Ármúli 7 (01.262.1)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 51
23. október, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 10. september 2019 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Ármúla-Vegmúla-Hallarmúla vegna lóðarinnar nr. 7 við Ármúla. Í breytingunni felst að heimilt verði að endurbyggja og/eða hækka núverandi tengibyggingu. Áætlað er að reisa 4. hæða tengibyggingu og sameina hana Ármúla 7. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svar

-    Kl. 9.07 tekur Eyþór Laxdal Arnalds sæti á fundinum.

Gestir
Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.