Reitur 1.241.0 og 1, Hampiðjureitur, breyting á skilmálum deiliskipulags
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 60
15. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2019 að breytingu á skilmálum deiliskipulags "Hlemmur + 1.241.0, 1.241.1 Hampiðjureitir". Í breytingunni felst að skilgreina nánar heimild í deiliskipulagi vegna minniháttar breytinga varðandi kvisti og svalir. Tillagan var auglýst frá 2. október 2019 til og með 13. nóvember 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Friðbert Hafþórsson dags. 13. nóvember 2019, Kjartan Ingvarsson f.h. húseiganda að Mjölnisholti 6 og 8 dags. 13. nóvember 2019 og Kristín H. Hálfdánardóttir og Matthías Sigvaldason dags. 13. nóvember 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. desember 2019. Samþykkt sbr. 1.mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til borgarráðs.
Gestir
Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.